top of page

SIGRÍÐUR HULDA GUÐBJÖRNSDÓTTIR

Ráðgjafi hjá VIRK

A1 Sigga Hulda - Einstaklingsmynd.jpg

Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir situr í 1. sæti á K-lista MMM.
Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir heiti ég, gift Sigurjóni Sveinssyni og eigum við tvo syni. Ég starfa sem ráðgjafi VIRK á Vestfjörðum. Ég er með B.A. gráðu í sálfræði – einnig er ég mikill námskeiðs- og fyrirlestrafíkill. Það er alltaf gott að bæta á sig meiri fróðleik, sérstaklega ef málefnin brenna á manni. Ég hef verið bæjarfulltrúi í Bolungarvík síðust fjögur ár. Áhugavert, krefjandi og skemmtilegt í senn.
Ég er mikil félagsvera og finnst gaman að vera innan um gott fólk, því hef ég verið mjög virk í öllu félagsstarfi. Með því er ég líka meiri þátttakandi í samfélaginu og kynnist fólki og starfsemi. Andleg heilsa barna og ungmenna er mér ofarlega í huga, ásamt öllum velferðar- og félagsmálum. Örugg fjármálastjórnun og ábyrg meðferð fjármagns sem er í eigu Bolvíkinga er mér mikilvægt.
Ég mun leggja mig fram um að allir Bolvíkingar, sama hvaða uppruna þeir hafa séu hluti af okkar frábæra samfélagi. Ennþá legg ég það að meginstefnu minni að eiga góða samvinnu og gott samtal við alla - að til mín sé hægt að leita og taka samræður um allt milli himins og jarðar.
Bolungarvík er besti staðurinn til að búa á, það er mín einlæga trú. Hér er fallegasta bæjarstæðið og skemmtilegasta fólkið – þó víða væri leitað.

bottom of page