top of page

REIMAR HAFSTEINN VILMUNDARSON

Skipstjóri hjá Sjóferðum

Reimar mynd4.jpg

Reimar Vilmundarsson vermir 11. sæti á K-lista MMM.
Reimar Hafsteinn Vilmundarson skipstjóri og harðfiskframleiðandi í hjáverkum.
Ég hef verið á sjó frá 14 ára aldri, mest af tímanum sem skipstjóri í eigin útgerð, Ég hef starfað síðustu tvö ár hjá Arnarlax sem skiptsjóri en er núna kominn til Sjóferða á Ísafirði í ferðaþjónustu.
Ég er giftur Hildi Eiðsdóttur sjúkraliða og eigum við samtals fimm börn og sex barnabörn.
Áhugamálin tengjast björgunarsveitamálum og byrjaði ég ungur í björgunarsveit. Ég hef mjög gaman af því að vinna með timbur og hef ég eingöngu sagað úr rekavið sem ég hef sótt á Hornstrandir. Ég hef mjög gaman af ferðamennsku og öllu því tengdu.
Ég er hugmyndaríkur og fljótur að hugsa. Eins er ég mjög þrjóskur en það má alveg deila um hvort það sé kostur eða galli. Ég hef komist að því á langri ævi að ég get ekki sungið.
Atvinnumál, hafnarmál, umhverfis og skipulagsmál eiga hug minn allan.

bottom of page