top of page

Máttur meyja og manna

Stefnuskrá fyrir kosningarnar 2022

Atvinnumál

  • Með nýju atvinnumálaráði eigum við að vera leiðandi í atvinnuuppbyggingu og taka vel á móti nýjum hugmyndum.

  • Styðja við Djúpið, nýsköpunar- og samfélagsmiðstöð.

  • Vera upplýst um sjóði sem einstaklingar geta sótt um til atvinnuuppbyggingar.

  • Frumkvöðlaverðlaun/styrkir fyrir nýjungar í atvinnumálum

  • Tengja sumarvinnu ungmenna og atvinnulífið til að opna á möguleika þeirra á vinnumarkaði.

  • Byggja upp hafnaraðstöðu fyrir hafsækna atvinnustarfsemi

  • Klára ljósleiðaratengingu heimila og fyrirtækja í Bolungarvík.

  • Standa vörð um náttúrustofu.

Fjármálastjórnun

  • Ábyrg fjármálastjórnun með gegnsæi að leiðarljósi.

  • Nýta möguleika í opinberu sjóðakerfi og vera virk við að sækja fjármagn til verkefna og uppbyggingar.

  • Hafa það að stefnu að lækka skuldahlutfall sveitarfélagsins án þess að það komi niður á þjónustunni við bæjarbúa.

Íbúalýðræði og gagnsæi

  • íbúafundir haldnir einu sinni á ári, þar sem íbúar eru upplýstir.

  • Að bæjarfulltrúar hafi fasta viðverutíma í ráðhúsi Bolungarvíkur til að auka samtalið á milli kjörinna fulltrúa og bæjarbúa. 

Umhverfismál

  • Móta umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið m.t.t. ásýndar og fegrunar bæjarins. 

  • Framtíðarskipulag um viðhald og lagfæringar á götum og gangstéttum.

  • Fjölga ruslatunnum á opnum svæðum í sveitarfélaginu. 

  • Taka til skoðunar hámarkshraða í sveitarfélaginu, sérstaklega í þeim götum sem menntastofnanir standa við. 

  • Að gera regluverk í kringum umhverfis- og skipulagsmál skýrari og aðgengilegri á heimasíðu bæjarins.

  • Skipuleggja og hanna opin svæði sem íbúar geta nýtt til frístunda eins að bjóða íbúum að taka opin svæði í fóstur. 

  • Viðhaldsáætlun fasteigna - gera opinbera áætlun sem birt er á heimasíðu bæjarins.

  • Settar verði upp orkusparandi varmadælur í stofnanir bæjarins. 

Velferðar- og heilbrigðismál

  • Að sveitarfélagið taki fullan þátt í innleiðingu farsældarfrumvarps barnamálaráðherra með því að fara yfir öll þau úrræði sem börnum og fjölskyldum þeirra eiga að standa til boða.

  • Ráða fagaðila sem hefur viðveru í grunnskólanum og styður við andlega heilsu barna og ungmenna.

  • Tryggja viðveru læknis og heilsugæslu í sveitarfélaginu.

  • Auka aðgengi fatlaðra að stofnunum sveitarfélagsins.

  • útbúa þarf stefnu sem snýr að málefnum eldri borgara og veita þjónustu til að eldra fólk geti búið í eigin húsnæði eins lengi og það kýs.

Menningarmál og ferðaþjónusta

  • Að móta ferðaþjónustustefnu fyrir Bolungarvík.

  • Að Bolungarvík verði eftirsóttur staður fyrir ferðamenn að heimsækja, bæði innlenda sem erlenda.

  • Stækka og efla tjaldsvæðið við sundlaugina svo fleiri geti nýtt sér aðstöðuna.

  • Leggja göngustíg á bakkanum ofan við fjöruna frá höfninni og að Ósvör. 

  • Sjá til þess að náttúrugripasafnið verði sett upp og opnað á ný. 

  • Sótt um í opinbera sjóði til að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn við sjóminjasafnið í Ósvör. 

  • Taka vel í hugmyndir og styðja við nýja menningarviðburði í sveitarfélaginu. 

Fræðslu-, íþrótta- og æskulýðsstarf

  • Leggja áherslu á forvarnir og heilsueflandi fræðsluefni.

  • Að tryggja foreldrum barna leikskólapláss við eins árs aldur.

  • Styðja betur við máltileinkun barna með íslensku sem annað mál.

  • Styðja við og efla fjölbreytni í íþrótta- og æskulýðsstarfsemi ungmenna.

  • Móta framtíðarstefnu sundlaugarsvæðisins m.t.t. sístækkandi sundfélags og fjölgun sundgesta í "Musteri vatns og vellíðunar".

  • Auka samstarf og samvinnu við nærliggjandi sveitarfélög um uppbyggingu íþróttamannvirkja. 

Stjórnsýsla

  • Efla nefndir bæjarins og hvetja bæjarráð til þess að deila verkefnum frekar til nefnda. 

  • Auka samstarf við nærliggjandi sveitarfélög og samnýta aðstöðu og þjónustu eins og kostur er. 

  • Gott aðgengi forstöðumanna að kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins með föstum fundum. 

  • Stofna eldri borgararáð innan sveitarfélagsins sem fara myndi með málefni þeirra.

Íbúar Bolungarvíkur

  • Efla móttöku nýrra íbúa með aðgengilegri upplýsingum á heimasíðu bæjarins.

  • Að fyrirtæki og sveitarfélagið séu í samstarfi þegar erlendir íbúar flytji til Bolungarvíkur.

  • Að stuðla að aukinni samþættingu fjölmenningarsamfélagsins í Bolungarvík.

  • Bæklingur með upplýsingum um grunnþjónustu bæjarins sem nýjir íbúar geta nýtt sér.

  • Standa vörð um brunavarnir og slökkviliðsmál í sveitarfélaginu. 

  • Þrýsta á símafyrirtækin að bæta farsímasamband í sveitarfélaginu. 

  • Stórbæta vatnsöflun frá borholum sem mun veita íbúum hreinna vatn til neyslu sem og fyrirtækjum til framleiðslu. 

Þetta er enginn loforðalisti

Þetta eru hugmyndir MMM um það hvernig bæta megi lífskjör íbúa, auka ánægju þeirra og samheldni, styrkja atvinnulíf og tryggja gegnsæi í stjórnsýslunni. Hugmyndirnar kvikna með samtali og samvinnu frambjóðenda og íbúa. Með auknum samræðum við íbúa eru mun meiri líkur á því að hámarksárangur náist í verkefnum sveitarfélagsins. ​

Máttur meyja og manna

Stefnuskrá fyrir kosningarnar 2018

Atvinnumál

  • Endurvekja atvinnumálaráð og móta atvinnustefnu til framtíðar

  • Standa vörð um þau störf, fyrirtæki og stofnanir sem fyrir eru í sveitarfélaginu

  • Stuðla að fjölgun opinberra starfa í sveitarfélaginu

  • Frumkvöðlaverðlaun/styrkir fyrir nýjungar í atvinnumálum

  • Að vera leiðandi í aðstöðusköpun vegna nýrra atvinnutækifæra

  • Byggja upp hafnaraðstöðu fyrir hafsækna atvinnustarfsemi

  • Auka samstarf sveitarfélagsins við þjónustustofnanir atvinnulífsins

  • Lögð áhersla á ljósleiðaratengingu stofnana, fyrirtækja og heimila

  • Móta fjölbreyttari leiðir í sumarvinnu ungmenna m.a. með fræðslu, skapandi starfi og atvinnuþátttöku

Fjármálastjórnun

  • Ábyrg fjármálastjórnun og áætlun um lækkun skulda

  • Forstöðumenn stofnana verði virkir þátttakendur í fjárhagsáætlanagerð

  • Nýta möguleika í opinberu sjóðakerfi, bæði innlendu og erlendu

  • Gera viðhaldsáætlun fyrir fasteignir bæjarins

Íbúalýðræði og gagnsæi

  • Samráðsfundir með forstöðumönnum stofnana verði reglulegir

  • Gefa íbúum tækifæri til að kjósa um ákvarðanatöku í stórum málum og/eða um forgangsröðun verkefna

  • Vinna að þeim hugmyndum sem fást með átakinu Betri Bolungarvík

  • Virkni íbúa í stjórnsýslu aukin með skipulögðum íbúafundum

  • Efla upplýsingastreymi til bæjarbúa með virkni á samfélagsmiðlum og greinagóðum fundargerðum þar sem það á við

Umhverfismál

  • Móta umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið

  • Stuðla að betri ásýnd bæjarins með aukinni þátttöku íbúa

  • Umhverfishönnun á Aðalstræti og gera íbúavænan miðbæ

  • Vinna að orkusparandi verkefnum og umhverfisvænum leiðum til orkuframleiðslu

  • Gera áætlun um úrbætur í frárennslismálum, sorphirðu og þjónustutíma gámasvæðis

Velferð og heilbrigði

  • Veita þjónustu til að eldra fólk geti búið í eigin húsnæði eins lengi og það kýs

  • Koma á dagvistun fyrir lífeyrisþega

  • Gera öryggisáætlun sem tryggir aðgengi að læknis-/hjúkrunarþjónustu við þær aðstæður þegar vegasamgöngur lokast

  • Vinna að fjölbreyttum atvinnutækifærum fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu

  • Gera áætlun um styttingu vinnuviku starfsmanna bæjarins

Samgöngur og ferðaþjónusta

  • Almenningssamgöngur á milli sveitarfélaga

  • Bæta aðstöðu og upplýsingastreymi til ferðamanna

  • Efla menningartengda ferðaþjónustu  og uppbyggingu heilsársferðaþjónustu

  • Bæta aðgengi fyrir hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur

  • Vinna að úttekt á aðgengi fatlaðra og gerð áætlunar um betrumbætur

Fræðslumál

  • Móta framsækna fræðslustefnu fyrir alla aldurshópa

  • Auðvelda menntastofnunum kennslu list- og verkgreina, nýsköpunar- og tæknigreina

  • Styðja erlent samstarf menntastofnana

  • Tryggja leikskólavist frá því að fæðingarorlofi foreldra lýkur

  • Leggja áherslu á lýðheilsumarkmið og forvarnir

íþrótta- og æskulýðsstarf

  • Móta stefnu með öðrum sveitarfélögum við Djúp um uppbyggingu íþróttamannvirkja

  • Auka fjölbreytni í íþrótta- og félagsstarfi með aðstöðusköpun

  • Búa vel um félags- og tómstundastarf grunnskólanemenda

  • Hesthúsabyggð verði skipulögð á nýju svæði

  • Hækka frístundastyrki til að jafna aðgang nemenda að frístundanámi óháð efnahag og kynna þá betur fyrir bæjarbúum

Ungt fólk og meira af nýjum íbú(ð)um

  • Skipuleggja fleiri byggingalóðir í bæjarlandinu og auglýsa þær lóðir sem eru lausar nú þegar

  • Vera með góðar upplýsingar fyrir nýja íbúa um þjónustu, félags- og tómstundastarf í sveitarfélaginu

  • Vinna markvisst að því að fjölga atvinnutækifærum sem henta ungu fólki

  • Stuðla að samstarfs- og samræðuvettvangi nýrra íbúa, bæði innlendra og erlendra

  • Helstu nefndir eigi tvisvar á ári fundi með fulltrúum ungmennaráðs

Menningarmál

  • Vinna markvisst að því að byggja brú á milli menningarhópa og styrkja stoðir fjölmenningarsamfélagsins Bolungarvíkur

  • Standa vörð um bolvískan menningararf með varðveislu húsa, fornminja og sagna

  • Styðja við þróun safna/sögusýninga bæði eldri og nýrra

  • Auðvelda og hvetja íbúa til að standa fyrir menningarviðburðum og skrá í rafrænt menningar- og viðburðadagatal

  • Koma á vinabæjarsamstarfi við sveitarfélag í Norður Noregi/Hálogalandi

bottom of page